Útilega eða ekki útilega - það er spurningin.

Ætli maður verði að vera heima tvær helgar í röð, mér finnst það nú eiginlega alveg ómögulegt. Þar á undan fórum við (ég, Sigurjón og Veigar) í þrjár útilegur í röð. Ekki bara við ein, en það var alltaf einhver hinna sem ekki kom með í það og það skiptið, Lilja var í Vindáshlíð, þegar við fórum á Landsmótið, Þurí fór ekki með í veiðina, en við fórum reyndar öll saman í fyrstu útileguna í Árnesinu.

En allavega finnst mér ómögulegt að fara ekki í útilegu þessa helgi, reyndar er veðrið kannski ekki best til þess fallið, en mér sýnist nú spáin bara alltaf lagast dag frá degi. En kannskið mun húsið eða þá bílskúrinn njóta þess ef við verðum heima, þetta mun allt koma í ljós.

Kannski eyði ég helginni í að dreifa boðskapnum um plástrana :-)

www.the-problemsolvers.com/674546


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband